Mat á námi til starfsréttinda
|
Hvernig sæki ég um mat á námi til starfsréttinda í iðngrein?
|
ENIC/NARIC tekur við umsóknum um mat á námi til starfsréttinda í iðngreinum.
Ef þú hefur menntun erlendis frá í iðngrein sem telst lögbundin hér á landi, getur þú óskað eftir að fá hana viðurkennda til að sækja um starfsleyfi. Upplýsingar um hvaða aðrar greinar en iðngreinar teljast lögbundnar og hvaða stjórnvald fer með viðurkenningu og/eða útgáfu leyfisbréfa er að finna hér. Umsókn um meistarabréf
Ef þú vilt sækja um meistarabréf í iðngrein og finnur prófið sem þú hefur lokið á þessum lista þá getur þú sótt um meistarabréf beint til sýslumanns með því að fylla út umsóknareyðublaðið sem finna má hér.
Ef prófið þitt er ekki á listanum þá þarftu að sækja um mat á námi til starfsréttinda. Umsókn og leiðbeiningar má finna hér til hliðar. |
Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, nauðsynleg fylgigögn og skilyrði fyrir leyfisbréfi má finna hér. |