Bakgrunnsskýrsla
Flóttamenn sem ekki geta lagt fram staðfestingu á menntun sinni geta sótt um bakgrunnsskýrslu. Skýrslan lýsir menntun þeirra og skýrir hvernig ENIC/NARIC Ísland myndi undir venjulegum kringumstæðum meta sambærilega menntun.
Ef aðstæður þínar eru þannig að þú getur með engu móti nálgast staðfestingu á menntun þinni gætir þú átt rétt á bakgrunnsskýrslu frá ENIC/NARIC Ísland sem gæti aðstoðað þig við að sækja þér áframhaldandi nám eða vinnu.
Ef aðstæður þínar eru þannig að þú getur með engu móti nálgast staðfestingu á menntun þinni gætir þú átt rétt á bakgrunnsskýrslu frá ENIC/NARIC Ísland sem gæti aðstoðað þig við að sækja þér áframhaldandi nám eða vinnu.
Hvað er bakgrunnsskýrsla?Bakgrunnsskýrsla lýsir bakgrunni umsækjanda og því námi sem hann segist hafa lokið. Auk þess kemur fram hvað þetta nám ætti að innihalda og hvernig ENIC/NARIC Ísland myndi meta þetta nám ef staðfest gögn lægju fyrir.
Umsækjandi þarf að fylla út mjög nákvæma umsókn og gefa góða lýsingu á námi sínu og þeim áföngum sem hann lauk. |
Til hvers er bakgrunnsskýrslan?Bakgrunnsskýrslan veitir skólum og vinnuveitendum upplýsingar um það nám sem þú segist hafa lokið. Ef þú hefur engin eða takmörkuð gögn til að leggja fram getur bakgrunnsskýrslan verið mikilvægt gagn til að leggja fram þegar sótt er um vinnu eða áframhaldandi nám. En vinsamlegast athugið að það er í höndum vinnuveitenda og skóla hvort þeir taka við bakgrunnsskýrslunni sem nægjanlegum sönnunum á fyrra námi.
|
Get ég fengið bakgrunnsskýrslu?Ef þú hefur fengið stöðu flóttamanns og hefur reynt allt sem þú getur til að nálgast námsferilsyfirlit og/eða prófskírteini þín, án árangurs, getur þú sótt um að fá bakgrunnsskýrslu.
|