Mat á námiEf þú hefur lokið námi við erlendan háskóla getur þú sótt um að fá mat á námi þínu hjá okkur. Ef um lögverndað starfsheiti er að ræða þarf starfsleyfi frá viðkomandi ráðuneyti.
Þegar um formlegt mat er að ræða skilar umsækjandi inn rafrænni umsókn ásamt staðfestu afriti af prófskírteini. ENIC/NARIC skrifstofan svarar erindinu svo fljótt sem auðið er með formlegu bréfi. Einnig er hægt að sækja um óformlegt mat með rafrænum hætti. Þá er hægt að senda fylgigögnin inn á .pdf formi og fá mat á náminu með óformlegum hætti. Við mat náms er stuðst við opinberar upplýsingar um nám í viðkomandi landi frá þar til bærum yfirvöldum og við mat, upplýsingar og leiðbeiningar annarra ENIC/NARIC skrifstofa. Til grundvallar liggja einnig alþjóðasamningar sem Ísland er aðili að, Lissabon samningurinn og samningar Norðurlandanna, t.d. um gagnkvæma viðurkenningu á námi. ENIC/NARIC skrifstofan notast einungis við opinber gögn, gögn frá viðkomandi háskólum og upplýsingar frá öðrum ENIC/NARIC skrifstofum við mat sitt og leiðbeiningar. Umsækjendum er heimilt að óska eftir þessum gögnum vilji þeir ganga úr skugga um réttmæti matsins og er þeim þá afhent afrit af þeim gögnum sem notuð hafa verið. Mat ENIC/NARIC skrifstofunnar felst í því að greina stöðu viðkomandi lokaprófs í því landi þar sem það var veitt og athuga til hvaða prófgráðu í íslenska menntakerfinu hægt er að bera það saman við. Lykilspurningar í þessu sambandi eru m.a.:
Ef inntökuskilyrði eru sambærileg við inntökuskilyrði við íslenska háskóla, námslengdin svipuð og réttur til frekara náms á háskólastigi sambærilegur, þá mælir ENIC/NARIC skrifstofan með því að prófgráðan verði metin sem sambærileg við ákveðna íslenska prófgráðu. Umsækjandi getur leitað skýringa eða gert athugasemdir við matið ef við á. Tekið skal fram að ef leita þarf upplýsinga hjá menntamálayfirvöldum í heimalandi, þá getur dregist að svar við beiðni um námsmat liggi fyrir. ENIC/NARIC skrifstofan tekur ekki ákvarðanir um mat, heldur gefur einungis leiðbeiningar. Álit hennar er ekki kæranlegt til æðra stjórnvalds. Hafni deild eða skóli umsókn um mat náms, t.d. í samræmi við ráðgjöf frá ENIC/NARIC skrifstofu, þá gilda reglur viðkomandi stofnunar um kæruleiðir. Ekki er greitt fyrir þjónustu ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofunnar. |
Hvernig á að fá mat á námi?
|