Hæfnirammi
Icelandic qualification framework (ISQF) | Lýsing á hæfniviðmiðum | European Qualification Framework (EQF) |
7 | Hefur yfirgripsmikla yfirsýn yfir kenningar, rannsóknir og nýjustu þekkingu innan síns sviðs. Getur framkvæmt og leitt rannsóknir af öryggi með þróun nýrrar þekkingar að leiðarljósi. Getur sýnt sjálfstæði og frumkvæði og borið ábyrgð á flókinni fræðilegri vinnu og miðlað henni til annarra. | 8 |
6.2 | Hefur aflað sér þekkingar með rannsóknum og skilur fræðileg viðfangsefni og álitamál og getur sett nýjustu þekkingu í samhengi. Getur skilið flókin viðfangsefni og beytt viðeigandi aðferðum við framkvæmd smærri rannsóknaverkefna. Getur átt frumkvæði að nýjum verkefnum, stýrt þeim og borið ábyrgð á sinni vinnu og samstarfsmanna. | 7 |
6.1 | Þekkir og skilur fræðileg viðfangsefni og álitamál og getur sett nýjustu þekkingu í samhengi. Getur beitt aðferðum fræði-/starfsgreinar til að setja fram, þróa og leysa verkefni. Getur átt frumkvæði að nýjum verkefnum, stýrt þeim og borið ábyrgð á sinni vinnu og samstarfsmanna. | 7 |
5.2 | Hefur skilning og innsæi á helstu fræðilegum hugtökum og kenningum og hefur vitneskju um nýjustu þekkingu á völdu sviði. Getur beitt gagnrýnum aðferðum fræði-/starfsgreinar við úrlausn verkefna og lagt á þær sjálfstætt mat. Getur unnið sjálfstætt og skipulega, gert og fylgt áætlunum og leitt verkhópa. | 6 |
5.1 | Hefur þekkingu á völdum kenningum og fræðilegum hugtökum og þekkir stöðu viðkomandi sviðs í víðara samhengi. Getur undirbúið og framkvæmt verkefni og nýtt þá tækni sem notuð er í viðkomandi fræði-/starfsgrein. Getur sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og unnið með öðrum að úrlausn verkefna. | 6 |
4 | Hefur sérhæfða þekkingu sem nýtist við leiðsögn og stjórnun í starfi og/eða til undirbúnings náms. Getur skipulagt vinnuferli, beitt viðeigandi tækni og þróað starfsaðferðir á ábyrgan hátt. Getur leiðbeint og veitt faglega þjálfun, metið eigið vinnuframlag og annarra og borið ábyrgð á hagnýtingu starfsgreinar í þverfaglegu samstarfi. | 5 |
3 | Hefur sérhæfða þekkingu sem nýtist í starfi og/eða til undirbúnings frekara náms. Getur skipulagt og metið eigin störf, sýnt fagmennsku og frumkvæði. Getur nýtt sérhæfða þekkingu til umbóta, veitt fagleg ráð og tekið þátt í þverfaglegu samstarf. | 4 |
2 | Hefur þekkingu á verkferlum og hugtökum sem nýtast í námi og/eða starfi. Getur beitt viðeigandi faglegum aðferðum, verkfærum og upplýsingum við lausn viðfangsefna. Getur starfað með öðrum, tekið frumkvæði í samskiptum og borið ábyrgð á skilgreindum verkþáttum. | 3 |
1 | Hefur grunnþekkingu sem nýtist í starfi og/eða til undirbúnings frekara náms. Getur leyst viðfangsefni með því að vinna úr einföldum upplýsingum í námi og/eða starfi. Getur unnið undir leiðsögn annarra en með nokkru sjálfstæði í afmörkuðum verkefnum. | 1-2 |
Dæmi um lokapróf
|
Hæfniramminn til útprentunarHæfniramminn er í PDF formi sem hægt er að prenta
|