ENICNARIC ÍSLAND
  • ENIC/NARIC Ísland
    • Þjónustan okkar
    • Um ENIC/NARIC
    • Hæfnirammi
    • Viðmið um æðri menntun og prófgráður
    • Lög og reglugerðir
  • Mat á námi
    • Sjálfvirk viðurkenning
    • Senda umsókn >
      • Umsóknareyðublað
    • Erindi stofnana
    • Lögbundin störf
    • Flóttamenn
  • Inntökuskilyrði
  • Spurt og svarað
  • Hafa samband

Um ENIC/NARIC

Um ENIC/NARIC

ENIC/NARIC skrifstofan sinnir akademísku mati á erlendu námi fyrir stofnanir, háskóla, ráðuneyti, einstaklinga og fyrirtæki. 
Mat á starfsréttindum fer fram hjá mismunandi stofnunum undir umsjón mennta- og menningarmálaráðuneytis.

ENIC/NARIC Ísland tekur ekki ákvarðanir um mat á námi, heldur veitir leiðbeiningar og ráðgjöf þar um.

ENIC/NARIC  Ísland starfar samkvæmt ákvæðum greinar IX.2. í Lissabonsamningnum um viðurkenningu á menntun og hæfi að því er varðar æðra skólastig á Evrópusvæðinu. (Lisbon, 11.IV.1997) 

ENIC stendur fyrir European Network of Information Centers Evrópuráðsins og UNESCO. NARIC stendur fyrir National Academic Recognition Information Centers Evrópusambandsins. ​
​

ENIC/NARIC skrifstofur eru starfræktar í þeim löndum sem eiga aðild að samningnum og eiga þær með sér náið samstarf.

Verkefni ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofunnar

Verkefni skrifstofunnar eru nánar tiltekið þessi:

  • Veita umsögn um mat á námi og prófgráðum í samræmi við þær matsaðferðir sem þróaðar hafa verið af NARIC og ENIC samstarfsnetunum.
  • Sjá einstaklingum, háskólum, vinnuveitendum, fagfélögum, yfirvöldum og öðrum hagsmunaaðilum fyrir áreiðanlegum og nákvæmum upplýsingum um prófgráður, menntakerfi og matsferli.
  • Vera meginupplýsingamiðstöð Íslands um prófgráður og mat á námi.
  • Starfa með öðrum upplýsingamiðstöðvum um tengd mál, háskólum, samtökum þeirra og öðrum hagsmunaaðilum á Íslandi.
  • Starfa með þeim yfirvöldum sem fara með mat á starfsréttindum í löggiltum starfsgreinum.
  • Stuðla að þróun æðri menntunar á Íslandi. Stuðla að þróun viðmiða um æðri menntun og prófgráður (qualification framework) fyrir Ísland.
  • Sjá erlendum aðilum, sérstaklega öðrum upplýsingastofum í ENIC og NARIC samstarfsnetinu, fyrir áreiðanlegum og nákvæmum upplýsingum um íslenska menntakerfið.
  • Vinna með ENIC og NARIC samstarfsnetunum að þróun viðmiða fyrir Evrópusvæði æðri menntunar (European Higher Education Area).
  • Taka þátt í útgáfu, könnunum, samanburðarathugunum og öðrum rannsóknum á mati náms á vegum framkvæmdanefndar ESB og annarra samtaka.
  • Þróa samstarf um akademískt mat náms við yfirvöld í löndum utan Evrópu.
  • Kynna starfsemi ENIC/NARIC samstarfsnetsins í löndum utan Evrópu.
  • Geta þátttöku íslensku ENIC/NARIC skrifstofunnar í ENIC og NARIC samstarfsnetunum í öllu útgefnu efni og í samskiptum vegna upplýsingastarfsins.

Samstarfsaðilar

Picture
Sameiginlegt vefsetur samstarfsnets ENIC/NARIC-skrifstofa, með ítarlegum upplýsingum um upplýsingaskrifstofur og matsaðila í hverju landi



Picture
Vefsetur með upplýsingum um norrænu ENIC/NARIC-skrifstofurnar og svæðisbundið samstarfsnet þeirra

ENIC/NARIC Ísland
​Setberg - Háskóli Íslands
​Sæmundargata 2
​102 Reykjavík
​Ísland
Tel: +354 525 5452
+354 525 5256 



  • ENIC/NARIC Ísland
    • Þjónustan okkar
    • Um ENIC/NARIC
    • Hæfnirammi
    • Viðmið um æðri menntun og prófgráður
    • Lög og reglugerðir
  • Mat á námi
    • Sjálfvirk viðurkenning
    • Senda umsókn >
      • Umsóknareyðublað
    • Erindi stofnana
    • Lögbundin störf
    • Flóttamenn
  • Inntökuskilyrði
  • Spurt og svarað
  • Hafa samband