Algengar spurningarHvaða þjónustu bjóðið þið?
Við veitum metum og veitum ráðgjöf og aðstoð varðandi mat á erlendum prófgráður á háskólastigi. Þjónusta okkar er þrenns konar.
1. Sjálfvirkt viðurkenning 2. Rafrænt mat 3. Undirritað bréf eftir að frumgögnum er skilað Þarf ég starfsleyfi?
Ef menntun þín fellur undir lög um lögvernduð störf þá þarft þú að sækja um starfsleyfi til viðkomandi aðila. Listi yfir lögvernduð störf á Íslandi og hvert skal snúa sér, má finna hér Lögvernduð störf
Hvaða gögnum þarf ég að skila?
1. Umsóknareyðublað útfyllt
2. Prófvottorð og námsferilsyfirlit á frummáli 3. Ensk eða íslensk þýðing á prófvottorði og námsferilsyfirliti 4. Diploma supplement (ef skólinn gefur það út) 5. Staðfesting á nafnabreytingu (ef við á) 6. Staðfest afrit af fyrri prófgráðu sem veitti inngöngu í það nám sem meta á Mig langar í háskóla - hver eru inntökuskilyrðin?
Upplýsingar um lágmarks inntökuskilyrði í háskóla á Íslandi má finna hér: Inntökuskilyrði
Vinsamlegast hafðu samband við viðkomandi skóla til að fá nánari upplýsingar um frekari inntökuskilyrði. Hvað er sjálfvirk viðurkenning á prófgráðum?
Sjálfvirk viðurkenning á erlendri menntun segir til um hvernig prófgráða þín passar inn í íslenska menntakerfið. Ekki þarf að leggja inn umsókn heldur er hægt að sækja matið sjálfvirkt hér. Þú getur prentað matið út og látið það fylgja með þegar þú sækir um nám eða vinnu. Í dag eru nokkur lönd í boði og mun þeim fjölga þegar fram í sækir.
Ég hef ekki lokið námi. Getið þið metið einingar?
Þú getur óskað eftir mati á því hversu mörgum ECTS einingum þú hefur lokið hafir þú ekki lokið námi. Ef þú hyggst halda áfram námi og fá fyrra nám metið til eininga, er það á ábyrgð hvers háskóla fyrir sig. Mat á einingum á framhaldsskólastigi fer fram hjá framhaldsskólakerfinu ef þú hyggst halda áfram námi á framhaldsskólastigi.
Ég vil fá einingar mínar metnar inn í áframhaldandi nám
Ef þú hyggst halda áfram námi og fá fyrra nám metið til eininga, er það á ábyrgð hvers háskóla fyrir sig. Mat á einingum á framhaldsskólastigi fer fram hjá framhaldsskólakerfinu ef þú hyggst halda áfram námi á framhaldsskólastigi.
Ég er kennari og vil starfa hér á landi
Menntamálastofnun ber ábyrgð á að meta erlenda menntun kennara.
Ég er heilbrigðisstarfsmaður og vil starfa hér á landi
Embætti landlæknis hefur umsjón á mati á erlendri menntun heilbrigðisstarfsmanna til starfsleyfa.
|
Mig vantar frekari svör |